Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Efni á plötum

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar Útgefandi: Ris Útgáfunúmer: Ris 005 Ár: 1996 1. Sumarstemmning 2. Gleðisveifla 3. Blíðasti blær 4. Láttu þig dreyma 5. Vor við Löginn 6. Þá og nú 7. Þegar þoka grá 8. Vonarland 9. Kveldóður 10. Á fornum slóðum 11. Fljótsdalshérað 12. Austfjarðarþokan 13. Tjörulagið Flytjendur: Friðjón Ingi Jóhannsson – söngur, raddir, tambúrína, hristur,…

Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar (1989)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar úr Vestmannaeyjum en sveit með því nafni lék á „litla pallinum“ á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga verslunarmannahelgina 1989. Einar Sigurfinnsson (Einar klink) sem sveitin er kennd við var söngvari sveitarinnar og hafði sungið með Eyjasveitum fyrrum en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hljómsveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar. Þessi hljómsveit…

Hjá Geira (1995-96)

Hjá Geira var söngsextett sem starfaði innan Samkórs Norðurhéraðs veturinn 1995-96, líklega undir stjórn Julian Hewlett. Ekki liggur fyrir hvaðan nafn sextettsins kemur en hópinn skipuðu þau Rosemary Hewlett, Ásdís Snjólfsdóttir, Julian Hewlett, Egill Pétursson, Anna Alexandersdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. Sextettinn kom fram á nokkrum tónleikum þar sem samkórinn söng, einkum þó um vorið m.a.…

Hít (1995)

Danshljómsveitin Hít var skammlíf sveit sem starfaði vorið 1995 og lék á fáeinum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir hennar voru Sigrún Eva Ármannsdóttir söngkona, Birgir J. Birgisson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Tómas Jóhannesson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari.

Hittumst í himnaríki (1992)

Upplýsingar um norðlenska rokksveit sem bar nafnið Hittumst í helvíti eru af skornum skammti en þessi sveit var starfandi árið 1992 á Akureyri og innihélt m.a. fóstbræðurna Rögnvald Braga Rögnvaldsson [bassaleikara?] og Kristján Pétur Sigurðsson [söngvara?]. Ekki er vitað um aðra meðlimi og er því óskað eftir þeim sem og um hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira…

Himbrimi [2] – Efni á plötum

Himbrimi – Himbrimi Útgefandi: Himbrimi Útgáfunúmer: HBRIM001CD Ár: 2015 1. Tearing 2. Waiting 3. Give me more 4. Forrest 5. Drifting 6. Highway 7. Broken bones Flytjendur: Margrét Rúnarsdóttir – söngur, raddir píanó, Wurlitzer og Rhodes píanó Birkir Rafn Gíslason – gítarar, hljómborð, forritun og sánd Hálfdán Árnason – bassi Skúli Arason – hljómborð og…

Himbrimi [2] (2013-18)

Hljómsveitin Himbrimi starfaði um nokkurt skeið á öðrum áratug þessarar aldar en sveitin átti rætur að rekja til Hafnarfjarðar rétt eins og önnur sveit með sama nafni mörgum árum fyrr, líklega er þó enginn skyldleiki milli sveitanna tveggja. Himbrimi var stofnuð árið 2013 og voru meðlimir hennar frá upphafi þau Margrét Rúnarsdóttir söngkona og hljómborðsleikari,…

Hljómsveit Einars Loga (1959-66)

Um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit að nafni Hljómsveit Einars Loga en sú sveit lék víða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, og var reyndar á tímabili fastagestur í hinum ýmsu klúbbum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu heimildir um hljómsveit Einars Loga eru frá því í mars árið 1959 en það er áður…

Hjálmar Guðnason (1940-2006)

Hjálmar Guðnason trompetleikari var mikilvægur póstur í tónlistarlífi Vestmannaeyinga en auk þess að vera trompetleikari kenndi hann tónlist og stjórnaði lúðrasveitum í Eyjum, þá var hann einnig virkur í samfélagi Betel safnaðarins og stýrði þar margs konar söngstarfi auk annars. Hjálmar var fæddur í Vestmannaeyjum haustið 1940 og bjó þar alla ævi, fyrst á Vegamótum…

Hjálmar Eyjólfsson (1911-90)

Hjálmar Eyjólfsson, kenndur við Brúsastaði í Hafnarfirði var kunnur harmonikkuleikari en hann lék á dansleikjum og öðrum skemmtunum um árabil, mestmegnis á heimaslóðum í Hafnarfirði en einnig víðar á landsbyggðinni. Hjálmar var fæddur sumarið 1911 og bjó líkast til mest alla ævi sína í Firðinum þaðan sem hann stundaði sjómennsku, starfaði við skipasmíðar og eitthvað…

Haukur og Kalli (1947-69)

Tvíeykið Haukur og Kalli voru harmonikkuleikarar á Akureyri sem léka víða um norðanvert landið á dansleikjum frá því á fimmta áratugnum og fram á þann sjöunda en þá viku þeir fyrir yngri kynslóðum tónlistarmanna í kjölfar breytts tíðaranda. Haukur Ingimarsson og Karl Steingrímsson hófu að starfa saman árið 1947 undir heitinu Haukur og Kalli en…

Afmælisbörn 24. apríl 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

Afmælisbörn 23. apríl 2024

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og sex ára gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Afmælisbörn 22. apríl 2024

Sjö afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sextíu og átta ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Afmælisbörn 21. apríl 2024

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, en hann er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Afmælisbörn 20. apríl 2024

Tvö afmælisbörn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Jónsdóttir söngkona er níutíu og fjögurra ára gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar Bjarnason, þá söng hún…

Afmælisbörn 19. apríl 2024

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar þrjú: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og sex ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og sex ára gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Herbert Guðmundsson (1953-)

Allir þekkja nafn tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar (Hebba) en honum hefur tekist upp á sitt einsdæmi að halda uppi nánast stöðugum vinsældum eins lags (Can‘t walk away) frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar, lagið er löngu orðið sígilt en hann alltaf jafn duglegur að koma fram í partíum og einkasamkvæmum fólks á öllum aldri…

Herbert Guðmundsson – Efni á plötum

Axel Einarsson og Herbert Guðmundsson – Music judge / Sjálfselska og eigingirni [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1759 Ár: 1972 1. Music judge 2. Sjálfselska og eigingirni Flytjendur: Axel Einarsson – söngur [?] Herbert Guðmundsson – söngur [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Herbert Guðmundsson – Á ströndinni Útgefandi: Fálkinna Útgáfunúmer: FA 005 Ár: 1977 1. Ég gefa vil…

Halldór Einarsson [2] (1926-2009)

Halldór Einarsson básúnuleikari var af annarri kynslóð blásaratónlistarmanna hérlendis og lék lengi með Lúðrasveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands svo dæmi séu nefnd en hann var einnig öflugur liðsmaður í félagsstarfi tónlistarmanna og kom þar víða við. Halldór var fæddur vorið 1926 og uppalinn á Akranesi, yngstur sautján systkina en fluttist ungur til höfuðborgarinnar og nam…

Halldór Einarsson [1] (1913-81)

Halldór Einarsson var kunnur harmonikkuleikari hér á árum áður en hann kenndi sig alltaf við Kárastaði í Þingvallasveit þar sem hann var fæddur og uppalinn. Halldór var fæddur árið 1913 og flutti til Reykjavíkur árið 1937 en þar starfaði hann lengst af sem leigubílstjóri og síðar sem verkstjóri hjá Björgun. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar…

Hitaveitan [2] (1989-92)

Hljómsveitin Hitaveitan starfaði austur á Héraði um nokkurra ára skeið í kringum 1990, líklega á Egilsstöðum. Sveitin var stofnuð að öllum líkindum stofnuð árið 1989 og hana skipuðu í upphafi þeir Sigurður H. Sigurðsson trommuleikari, Guðlaugur Sæbjörnsson bassaleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Haustið 1990 bættist í hópinn Anna B. Guðjónsdóttir söngkona…

Hitaveitan [1] (1988-90)

Haustið 1988 var sett saman hljómsveit sem í grunninn var djasssveit en lék einnig blús, rokk, latin og fusion, sveitin hlaut nafnið Hitaveitan og var skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum en þeir voru Ástvaldur Traustason píanó- og hljómborðsleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari, Sigurður Long saxófónleikari og Vihljálmur Guðjónsson…

Hitabeltisdrengirnir (1991)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um skammlífa hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 1991 undir nafninu Hitabeltisdrengirnir. Fyrir liggur að Jón Knútur Ásmundsson trommuleikari og Sigurður Ó. Ólafsson [?] voru í Hitabeltisdrengjunum en ekki eru upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan hennar, og er því óskað hér með eftir þeim.

Hilmar H. Gunnarsson – Efni á plötum

Hilmar H. Gunnarsson – Skin og skúrir Útgefandi: Hilmar H. Gunnarsson Útgáfunúmer: H.H. 501 Ár: 1977 1. Ég spyr 2. Kærastan mín 3. Bommedí bomm 4. Erfinginn 5. Tileinkað henni 6. Horft til baka 7. Rok og rain 8. Læragjá 9. In memoriam 10. Nótt Flytjendur: Hilmar H. Gunnarsson – söngur og raddir Magnús Þór…

Hilmar H. Gunnarsson (1949-)

Ekki hefur farið mikið fyrir Hilmari H. Gunnarssyni tónlistarmanni en honum hefur þó skotið upp með reglulegu millibili í íslenskri tónlist. Hilmar Hlíðberg Gunnarsson er fæddur  haustið 1949 í Reykjavík, hann hefur ekki numið tónlist nema af sjálfum sér en hóf að semja tónlist um fermingaraldur. Árið 1970 virðist sem tvö lög eftir hann hafi…

Hitt og þetta (1972-73)

Þjóðlagatríóið Hitt og þetta fór víða um með skemmtanir sínar en um var að ræða tríó í anda Ríó tríósins þar sem boðið var upp á frumsamda tónlist og sprell eins og gamansögur og eftirhermur. Hitt og þetta komu fyrst fram haustið 1972 með dagskrá sína og eftir áramótin voru þeir töluvert áberandi í skemmtanahaldi…

Hitchcock (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Hitchcock en hún var starfandi árið 1985 og innihélt m.a. Birgi Baldursson trommuleikara. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit og er því óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar sem og hljóðfæraskipan, starfstíma o.fl.

Hitt liðið (1988-89)

Hljómsveit sem bar nafnið Hitt liðið starfaði um veturinn 1988-89 og var skipuð meðlimum úr Foringjunum og Stuðkompaníinu, sveitin lék í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins. Þórður Bogason var söngvari Hins liðsins en ekki finnast upplýsingar um aðra meðlimi hljómsveitarinnar eða hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 17. apríl 2024

Glatkistan hefur að geyma upplýsingar um eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir…

Afmælisbörn 16. apríl 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 15. apríl 2024

Í dag eru tveir tónlistarmenn á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og átta ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Afmælisbörn 14. apríl 2024

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…

Afmælisbörn 13. apríl 2024

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru sex í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson fagnar stórafmæli í dag en hann er áttræður. Geirmund þarf varla neitt að kynna, hann hefur starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan tug platna…

Afmælisbörn 12. apríl 2024

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Afmælisbörn 11. apríl 2024

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og átta ára gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn (1991-)

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn hefur verið starfandi með hléum allt frá árinu 1991 en gekk fyrstu árin undir nafninu Hinir demonísku Neanderdalsmenn. Sveitin hefur sent frá sér plötu og lög á safnplötum. Sveitin var stofnuð í Keflavík árið 1991 og gekk sem fyrr segir undir nafninu Hinir demónísku Neanderdalsmenn, tónlist sveitarinnar hefur verið skilgreind sem pönk…

Hildur Rúna Hauksdóttir (1946-2018)

Hildur Rúna Hauksdóttir (fædd 1946) var líklega mun þekktari sem náttúruverndarsinni og hómópati heldur en tónlistarkona en hún sendi frá sér kassettu með svokallaðri nýaldartónlist í samstarfi við Martein Bjarnar Þórðarson árið 1994 undir titlinum Harmonics of frequency modulation þar sem hún lék á tíbetskar skálar sem ku gefa frá sér mjög sérstæðan hljóm. Ekki…

Hið afleita þríhjól – Efni á plötum

Hið afleita þríhjól – Hann snerti mig! [snælda] Útgefandi: Ísidór greifi og Medúsa Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1983 1 Álitleg þögn í minningu Robert Desnos 2. Rauð veisla 3. Fjandsamleg paradís 4. Benjamín Péret les ljóðið sitt 5. Ekkert tungl 6. Hámarkshraði 7. Lifað með tung-u 8. Dansskóli Benjamíns Péret 9. Fögur æska 10. Svefnganga…

Hið afleita þríhjól (1982-88)

Tilraunasveitin Hið afleita þríhjól var eins konar afsprengi eða framhald hljómsveitarinnar Fan Houtens Kókó sem starfað hafði þá innan Medúsu hópsins og kom upphaflega úr nýstofnuðum Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hið afleita þríhjól var stofnað haustið 1982 og kom þá fram opinberlega í fyrsta sinn, á tónleikum í Djúpinu. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu sveitina í…

Hildur Rúna Hauksdóttir – Efni á plötum

Hildur Rúna Hauksdóttir og Marteinn Bjarnar Þórðarson – Harmonics of frequency modulation [snælda] Útgefanid: HM Útgáfunúmer: HM 2001 Ár: 1994 1. Voice of Snæfellsjökull 2.The galatic tidal wave of light 3. Journey through the dimensions with singing bowls Flytjendur: Marteinn Bjarnar Þórðarson – [?] Hildur Rúna Hauksdóttir – [?]

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn – Efni á plötum

Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn – Fagnaðarerindið Útgefandi: Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2012 1. Dansfíflin 2. 2007 3. Hjálp 4. Tikk takk 5. Að látast og látast 6. Gítarvísa 7. Hljómurinn 8. Tveggja sæta fyrirsæta 9. Flug 747 til Kúbu 10. Og svo… Flytjendur: Sigurður Eyberg Jóhannesson – [?] Ingibergur Þór Kristinsson – [?]…

Hispurslausi kvartettinn (2000)

Hispurslausi kvartettinn var ekki eiginleg hljómsveit heldur öllu heldur spunasveit sem lék aðeins tvívegis opinberlega og æfði hugsanlega einu sinni fyrir hvort skiptið. Kvartettinn sem reyndar var sextett og gekk einnig undir nafninu Hispurslausi sextettinn (líklega þegar kominn var endanlegur fjöldi meðlima á hana) var skipaður þekktum tónlistarmönnum sem fengnir voru af félagsskapnum Tilraunaeldhúsinu til…

Hirosima (um 1970)

Hljómsveitin Hirosima starfaði á Siglufirði um og upp úr 1970, ekki liggur þó fyrir hversu lengi, sveitin lék líklega upphaflega hefðbundið bítlarokk en þróaðist svo yfir í progrokk og varð mun þyngri. Meðlimir Hirosima voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Sigurður Hólmsteinsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson gítarleikari. Eiður Örn Eiðsson (X-izt,…

Hippy shits (?)

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hippy shits, og starfaði að öllum líkindum einhvern tímann á milli 1990 og 2000, ekki liggur fyrir hvar. Meðlimir Hippy shits munu hafa verið Halldór Geir [?] trommuleikari, Jónsi [?] bassaleikari, Logi [?] gítarleikari og Sigríður Árnadóttir söngkona [?]. Meira er ekki vitað um…

Hippies (1968)

Óskað er eftir upplýsingum um táningahljómsveit sem starfaði í Garðahreppi (síðar Garðabæ) undir nafninu Hippies, sumarið 1968. Þá um sumarið var sveitin meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit og því er óskað eftir öllum tiltækum upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað…

Hippabandið [2] (2000-12)

Hippabandið var hugarfóstur Vestmanneyinganna Helgu Jónsdóttur og Arnórs Hermannssonar, og varð til í kringum hippastemmingu sem myndaðist í Eyjum eftir aldamótin. Hippabandið var stofnað árið 2000 og var ekki áberandi framan af en þegar þau Helga og Arnór höfðu hleypt af stokkunum hippahátíð í Vestamannaeyjum í fyrsta sinn vorið 2002 varð sveitin sýnilegri. Ekki liggur…

Hit Móses (1998)

Hit Móses var rokksveit af þyngri gerðinni en hún kom frá Selfossi og var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðrik Einarsson gítarleikari, Birkir Jóakimsson bassaleikari, Vignir Andri Guðmundsson trommuleikari og Anton Örn Karlsson gítarleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og allt lítur út fyrir að hún…

Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…